Einfaldir sweet chili kjúklingavængir

  ,   

ágúst 6, 2020

Sætir og stökkir kjúklingavængir.

Hráefni

1 kg kjúklingavængir

4 msk tómatsósa

4 hvítlauksrif, pressuð

4 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon

4 msk dökk sojasósa frá Blue Dragon

3 msk púðursykur

Leiðbeiningar

1Snyrtið kjúklingavænginga og skerið í tvennt.

2Blandið tómatsósu, sojasósu, sweet chilí sósu, hvítlauk og púðursykri saman í skál.

3Setjið kjúklingavængina saman við marineringuna og geymið í kæli í 30 mín.

4Látið kjúklinginn á ofnplötu með álpappír og eldið við 200°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er farinn að brúnast.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.