Eggjalaus afmæliskaka

  ,   

október 3, 2019

Einföld og góð súkkulaðikaka sem er án eggja.

  • Undirbúningur: 20 mín
  • Eldun: 30 mín
  • 20 mín

    30 mín

    50 mín

Hráefni

Súkkulaðikaka

180 g hveiti

30 g gæðakakó frá Cadbury

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

240 ml mjólk (eða vatn)

150 g sykur

80 ml kókosolía eða bráðið smjör

1 msk sítrónusafi

1 tsk vanilludropar

Kökukrem:

55 g smjör, lint en kalt

3 msk Cadbury frá gæðakakó

180 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

2 1/2 msk mjólk eða rjómi

Leiðbeiningar

1Sigtið hveitið að minnsta kosti tvisvar, það gerir kökuna léttari í sér. Blandið þurrefnum fyrir kökuna saman í hrærivélaskál.

2Gerið holu í miðjuna og látið mjólk/vatn og olíu/smjör þar í ásamt sítrónusafa og vanilludropum.Hrærið varlega saman þar til allt hefur blandast saman, ekki lengur.

3Setjið smjörpappír í bökunarform (20-22cm) og hellið deiginu þar í.

4Látið í 170°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Takið úr ofni og setjið á grind og kælið.

5Kökukrem: Hrærið smjörið lítillega og bætið hinum hráefnunum saman við. Setjið kremið yfir kökuna þegar hún er orðin köld og skreytið að vild.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.

Konfekt marengstertu krans

Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni.