Eðla með rjómaosti, salsasósu og allskonar grænmeti

  , ,   

janúar 22, 2020

Köld ostaídýfa sem allir elska.

Hráefni

2 öskur af Philadelphia rjómaost, við stofuhita

1 krukka salsa sósa (mild, meðal eða sterk)

1/4 iceberg, saxað

1/2 rauð paprika, smátt skorin

2 tómatar, smátt skornir

1/2 púrrulaukur, saxaður

rifinn mozzarellaostur

Leiðbeiningar

1Hrærið rjómaosti og salsasósu vel saman og smyrjið á botninn á formi eða skál.

2Dreyfið öllu grænmetinu yfir og stráið að lokum mozzarellaosti yfir allt.

3Geymið í kæli þar til borið fram með nachosflögum.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Falafel vefjur

Þessar falafel vefjur eru einstaklega bragðgóðar og djúsí, ekki skemmir svo fyrir hversu einfalt og fljótlegt það er að smella þeim saman.

Jalapenó ostasmyrja

Ótrúlega gott hvort sem er í hádegismat eða sem léttur kvöldmatur.

Hátíðleg ostakúla með pekanhnetukurli

Skemmtilegur partýréttur.