Eðla Deluxe

  

maí 14, 2020

Þetta er lúxusútgáfan af eðlunni frægu sem allir þekkja. Hér er aðeins fleirum hráefnum bætt við svo hún verður meira eins og máltíð en ídýfa.

Hráefni

Eðla Deluxe

1 askja Philadelfia rjómaostur með sweet chili bragði

1 krukka af ykkar uppáhalds salsa eða nacho sósu c.a 300-400 gr er flott

500 gr nautahakk

1 græn paprika

2 tsk olía

1/2 dós gular baunir eða c.a 1-1,5 dl

1/2 dós nýrnabaunir eða c.a 1-2 dl

Rifinn mozzarella ostur, cheddar ostur og ferskar mozzarella kúlur (má nota alla þrjá eða bara rifna ostinn, ég notaði alla)

1-2 pokar af nacho flögum frá Maarud

salt og pipar

1 tsk þurrkað timian má sleppa

Ofureinfalt Guacamole

3-4 lítil avocado í neti eða sem samsvarar því

1 ferskur rauður chilipipar fræhreinsaður

væn klípa af grófu salti og smá svartur pipar

c.a 10 dropa tabasco sósa

Leiðbeiningar

Eðla Deluxe

1Byrjið á að smyrja rjómaostinum í botninn á eldföstu móti

2Hellið næst salsa sósunni yfir allt og dreifið jafnt yfir rjómaostinn

3Skerið paprikuna í bita á stærð við teninga og hitið olíuna á pönnu

4Steikjið paprikuna upp úr olíunni og saltið létt yfir

5Þegar paprikan er orðin glansandi og með smá brúna bletti á húðinni er gott að setja hakkið út á

6Saltið vel og piprið og setjið timina út á

7Skolið baunirnar vel og þegar hakkið er til slökkvið þá undir pönnunni og setjið baunirnar út á

8Hrærið hakkinu og baununum vel saman en varlega

9Hellið hakkbaununum svo út á eldfasta mótið jafnt yfir alla salsa sósuna

10Dreifið svo ostunum þremur vel yfir allt og raðið nacho flögum í kringum

11Hitið svo í ofninum við 200 C°blástur í 20-25 mínútur

12Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma og tabasco sósu

Guacamole

1Takið kjötið úr avókadóinu úr með skeið og setjið á brauðbretti

2Skerið chilipiparinn í smátt og fræhreinsið hann

3stappið svo saman með gaffli eða kartöflustappara avókadóinu og chilialdininn

4Saltið og priprið og setjið tabasco yfir

5Færið yfir í skál og hrærið vel saman

Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einfaldir sweet chili kjúklingavængir

Sætir og stökkir kjúklingavængir.

Bragðmikil Indversk Korma veisla

Korma sósan frá Pataks er í grunninn mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri hita er hægt að bæta við smá chili t.d.

Humarpasta

Hér á ferðinni er ofureinfalt humarpasta sem var undursamlegt.