fbpx

Dirt Cup mjólkurhristingur

Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 líter vanilluís
 8 Oreo kexkökur
 150 g Driscolls jarðarber
 3 msk. jarðarberja-íssósa
 50-80 ml nýmjólk
 Þykk súkkulaðisósa til skrauts
 200 ml þeyttur rjómi
 Trolli hlaupormar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.

2

Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.

3

Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.

4

Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).

5

Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 líter vanilluís
 8 Oreo kexkökur
 150 g Driscolls jarðarber
 3 msk. jarðarberja-íssósa
 50-80 ml nýmjólk
 Þykk súkkulaðisósa til skrauts
 200 ml þeyttur rjómi
 Trolli hlaupormar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.

2

Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.

3

Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.

4

Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).

5

Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.

Dirt Cup mjólkurhristingur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og…
MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.