fbpx

Dirt Cup mjólkurhristingur

Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 líter vanilluís
 8 Oreo kexkökur
 150 g Driscolls jarðarber
 3 msk. jarðarberja-íssósa
 50-80 ml nýmjólk
 Þykk súkkulaðisósa til skrauts
 200 ml þeyttur rjómi
 Trolli hlaupormar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.

2

Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.

3

Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.

4

Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).

5

Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.


Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 líter vanilluís
 8 Oreo kexkökur
 150 g Driscolls jarðarber
 3 msk. jarðarberja-íssósa
 50-80 ml nýmjólk
 Þykk súkkulaðisósa til skrauts
 200 ml þeyttur rjómi
 Trolli hlaupormar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að mylja Oreokex alveg niður í duft í blandaranum og geymið í skál.

2

Maukið næst jarðarberin í sama blandara og setjið í aðra skál.

3

Setjið síðan ís, jarðarberjasósu, jarðarberjamauk og mestallt Oreo duftið (geymið smá til skrauts) í hrærivélarskálina. Blandið saman með K-inu á lágum hraða þar til fer að blandast, bætið þá mjólkinni saman við og setjið á bilinu 50-80 ml eftir því hversu þykkan þið viljið hafa sjeikinn.

4

Sprautið þykkri súkkulaði íssósu innan á glös og skiptið sjeiknum niður í þau (uppskrift dugar í 3-4 glös eftir stærð).

5

Toppið síðan með þeyttum rjóma, Oreodufti („Dirt“) og hlaupormum.

Dirt Cup mjólkurhristingur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…