Dásamlegur BBQ kjúklingur – með öllu í einum pakka!

  ,

nóvember 13, 2015

Algjör draumur fyrir matarboð.

Hráefni

álpappír, rifinn í ca 30 x 45 cm fyrir hvern pakka.

PAM sprey

Hunt´s Honey Hickory BBQ Sauce

kartöflur, skornar í sneiðar

sætar kartöflur, skornar í sneiðar

Philadelphia rjómaostur

úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry

græn paprika, hökkuð

rauð paprika, hökkuð

rauðlaukur, hakkaður

sveppir, sneiddir

salt og pipar

cheddar ostur, rifinn

Leiðbeiningar

1Gerið ráð fyrir 1 pakka fyrir börn og 2 pökkum fyrir fullorðna

2Fyrir hvern pakka: Rífið álpappír í stærðinni 30 x 45 cm. Spreyið yfir álpappírinn með PAM og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu í miðjuna á álpappírnum. Skerið kartöflur í sneiðar og leggið yfir (miðið við 1 – 1 ½ kartöflu í hvern pakka). Setjið smá Philadelphia rjómaost yfir (u.þ.b. 1- 1½ msk), og þar á eftir sætar kartöflusneiðar yfir í svipuðu magni og kartöflurnar. Setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir og leggið þar á eftir úrbeinað kjúklingalæri yfir. Saltið og piprið og setjið rúmlega teskeið af BBQ sósu yfir. Hakkið papriku og rauðlauk, sneiðið sveppi og leggið efst. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur.

3Takið af grillinu, opnið pakkana að ofan og stráið rifnum cheddar yfir. Lokið aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.

Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí rjómapasta á grillinu

Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling.

Kjúklinga og grænmetis grillspjót

Kjúklingaspjót í sinneps-og hvítlauks kryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi frá Heinz.

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!