Daim súkkulaðimuffins

  ,   

september 20, 2019

Rugl góðar bollakökur, 12-14 stykki.

  • Undirbúningur: 20 mín
  • Eldun: 20 mín
  • 20 mín

    20 mín

    40 mín

  • Fyrir: 12 stykki

Hráefni

100 g smjör, mjúkt

100 g sykur

2 tsk vanillusykur

2 egg

1 dl mjólk

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

2 msk kakó frá Cadbury

2 pokar Daim kurl

Leiðbeiningar

1Hrærið mjúka smjörið vel og bætið sykri rólega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið áfram. Líklega þurfið þið að stoppa hrærivélina og skrapa hliðarnar á skálinni.

3Bætið hveiti, vanillusykri, lyftidufti og kakó saman í skál. Hellið varlega saman við smjörblönduna og hrærið áfram.

4Hellið síðan mjólk saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

5Hellið Daim kurli saman við og hrærið varlega saman við með sleif.

6Skiptið deiginu niður á muffins form og látið deigið ná ca. 3/4 að brúninni.

7Látið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir