Print Options:
Daim súkkulaðimuffins

Magn1 skammturTími í undirbúning20 minsTími í eldun20 minsTotal Time40 mins

Rugl góðar bollakökur, 12-14 stykki.

 100 g smjör, mjúkt
 100 g sykur
 2 tsk vanillusykur
 2 egg
 1 dl mjólk
 200 g hveiti
 2 tsk lyftiduft
 2 msk kakó frá Cadbury
 2 pokar Daim kurl
1

Hrærið mjúka smjörið vel og bætið sykri rólega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin létt og ljós.

2

Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið áfram. Líklega þurfið þið að stoppa hrærivélina og skrapa hliðarnar á skálinni.

3

Bætið hveiti, vanillusykri, lyftidufti og kakó saman í skál. Hellið varlega saman við smjörblönduna og hrærið áfram.

4

Hellið síðan mjólk saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

5

Hellið Daim kurli saman við og hrærið varlega saman við með sleif.

6

Skiptið deiginu niður á muffins form og látið deigið ná ca. 3/4 að brúninni.

7

Látið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur.

Nutrition Facts

Serving Size 12 stykki