Daim ostakaka

  ,   

júlí 13, 2020

Daim ostakaka með LU kex botni.

Hráefni

Botn

1 pakki Lu Bastogne kex

60 g brætt smjör

Fylling og skreyting

600 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

150 g sykur

100 g flórsykur

200 g hvítt Toblerone (brætt)

3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)

2 tsk. vanillusykur

150 g gróft saxað Daimkurl (+ meira til skrauts)

250 ml þeyttur rjómi

Bláber, hindber og fersk blóm til skrauts

Leiðbeiningar

Botn

1Kexið sett í matvinnsluvél og mulið fínt niður.

2Smjörinu hellt yfir kexið og blandað saman með sleif.

3Setjið smjörpappír í botninn á um 20 sm smelluformi og spreyið með matarolíuspreyi botn og hliðar.

4Hellið kexblöndunni í botninn, þjappið henni jafnt yfir hann og aðeins upp með hliðunum.

5Kælið á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling og skreyting

1Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur.

2Hitið þá 60 ml af vatni að suðu og setjið matarlímsblöðin saman við, eitt í einu og hrærið á milli. Hellið síðan í skál og leyfið að ná stofuhita.

3Bræðið á meðan Toblerone og leggið til hliðar.

4Þeytið næst saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.

5Hellið matarlímsblöndunni saman við og því næst bræddu Toblerone.

6Blandið þá þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og setjið að lokum Daim saman við og hellið í smelluformið, ofan á kexbotninn.

7Plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt.

8Rennið hníf varlega hringinn á smelluforminu áður en þið losið kökuna úr og skreytið.

9Skreytið með ferskum blómum, hindberjum, bláberjum og Daimkurli.

Uppskrift frá Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.