Cecar taco salat

  ,

október 18, 2017

Sesar salat í kál vefju.

Hráefni

Kjúklingur

1 poki Rose Poultry kjúklingalæri

2 stk hvítlauksrif

2 msk Filippo Berio ólífuolía

Salt og pipar

Hvítlauksdressing

3 msk majones

2 msk sýrður rjómi

2 tsk dijon sinnep

1 stk hvítlauksrif

1 tsk þurrkuð steinselja

1 tsk hunang

Salt og pipar

Salat

½ Rómain salat, Boston salat eða annað salat eftir smekk

½ kínakál

10 sneiðar stökkt beikon

1 box Crousti Salad brauðteningar

200 gr konfekttómatar

100 gr Parmareggio parmesanostur

Leiðbeiningar

Kjúklingur

1Steikið kjúklingalærin á pönnu upp úr ólífuolíunni og hvítlauknum. Kryddið með salti og pipar. Eldið í ofni í ca. 7 mín eða þar til kjúklingalærin eru fullelduð.

Hvítlauksdressing

1Öllu hráefninu er blandað saman og hrært vel.

Salat

1Skerið salatið, tómatana og beikonið. Blandið niðurskornum kjúklingnum, brauðteningum og dressingu saman við. Hrærið lauslega. Setjið salatið í kínakálsblað og rifið parmesanost yfir.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tagliatelline með kjúklingi & rjómapestósósu

Svo ljúffengt pasta og passar sérlega vel með hvítvíni.

Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu