Camembert pizza með trönuberjasósu

    

desember 21, 2020

Girnilega ostapizza sem auðvelt er að gera.

  • Fyrir: 2

Hráefni

1 pakki Pizza base frá Mission, inniheldur 2 botna

2 camembert ostar

2 kúlur ferskur mozzarella

1 dós trönuberjasósa

ferskt timían

parmesanostur, rifinn

svartur pipar

Leiðbeiningar

1Setjið 3-4 msk af trönuberjasósu á hvorn botn og dreyfið vel úr.

2Skerið camembert niður í sneiðar og raðið á pizzuna. Þerrið mozzarellakúlurnar vel og rífið niður. Setjið yfir camembert ostinn.

3Látið pizzuna í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur. Fylgist með að osturinn sé mjúkur, lækkið annars hitann.

4Takið úr ofni og piprið. Setjið nokkra dropa af trönuberjasósunni á pizzurnar.

5Stráið parmesan yfir allt og endið á að raða fersku timían yfir pizzurnar.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Græn og gómsæt pizza

Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana!

Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum

Pizza með blómkálsbotni og djúsí áleggi, getur ekki klikkað

Chorizo tortilla pizza

Ostapizza með Chorizo pylsu og parmesanosti.