fbpx

Cadbury súkkulaðikaka með súkkulaðihjúp

Gómsæt og hátíðleg súkkulaðikaka með súkkulaði hjúp.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Súkkulaðikaka
 340 g smjör
 330 ml vatn
 60 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. salt
 390 g hveiti
 360 g sykur
 2 tsk. matarsódi
 3 egg
 150 ml súrmjólk
 2 tsk. vanilludropar
 Smjör og hveiti til að smyrja formið með
Súkkulaðihjúpur
 100 g saxað suðusúkkulaði
 60 ml rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðikaka
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Bræðið smjörið í potti og bætið næst vatni, bökunarkakó og salti saman við í pottinn og hrærið vel, takið af hitanum.

3

Setjið hveiti, sykur og matarsóda í hrærivélarskálina og blandið saman.

4

Hellið kakóblöndunni saman við þurrefnin í nokkrum skömmtum.

5

Næst fara eggin saman við, eitt í einu og loks súrmjólk og vanilludropar.

6

Smyrjið hringlaga formkökuform með gati í miðjunni mjög vel með smjöri. Stráið næst smá hveiti yfir allt formið (sturtið umfram hveiti í vaskinn áður en deiginu er hellt í).

7

Hellið deiginu í formið og bakið í 45-50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

8

Kælið kökuna aðeins áður en þið hvolfið henni úr forminu og leyfið henni síðan að kólna alveg áður súkkulaðihjúpurinn er settur á.

Súkkulaðihjúpur
9

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.

10

Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið og hellið yfir kökuna (stundum er gott að leyfa blöndunni aðeins að kólna niður og þykkna örlítið áður en henni er hellt yfir).


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Súkkulaðikaka
 340 g smjör
 330 ml vatn
 60 g Cadbury bökunarkakó
 1 tsk. salt
 390 g hveiti
 360 g sykur
 2 tsk. matarsódi
 3 egg
 150 ml súrmjólk
 2 tsk. vanilludropar
 Smjör og hveiti til að smyrja formið með
Súkkulaðihjúpur
 100 g saxað suðusúkkulaði
 60 ml rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðikaka
1

Hitið ofninn í 170°C.

2

Bræðið smjörið í potti og bætið næst vatni, bökunarkakó og salti saman við í pottinn og hrærið vel, takið af hitanum.

3

Setjið hveiti, sykur og matarsóda í hrærivélarskálina og blandið saman.

4

Hellið kakóblöndunni saman við þurrefnin í nokkrum skömmtum.

5

Næst fara eggin saman við, eitt í einu og loks súrmjólk og vanilludropar.

6

Smyrjið hringlaga formkökuform með gati í miðjunni mjög vel með smjöri. Stráið næst smá hveiti yfir allt formið (sturtið umfram hveiti í vaskinn áður en deiginu er hellt í).

7

Hellið deiginu í formið og bakið í 45-50 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

8

Kælið kökuna aðeins áður en þið hvolfið henni úr forminu og leyfið henni síðan að kólna alveg áður súkkulaðihjúpurinn er settur á.

Súkkulaðihjúpur
9

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið.

10

Hrærið saman þar til súkkulaðið er bráðið og hellið yfir kökuna (stundum er gott að leyfa blöndunni aðeins að kólna niður og þykkna örlítið áður en henni er hellt yfir).

Cadbury súkkulaðikaka með súkkulaðihjúp

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
AspasbrauðrétturBrauðréttur sem er tilvalinn á veisluborðið eða bara í kvöldmatinn. Hægt er að græja fyllinguna deginum á undan se getur…
MYNDBAND
SúkkulaðisælaHér er á ferðinni súkkulaðisæla sem er í líkingu við hjónabandssælu en í staðinn fyrir sultuna er notuð dásamleg súkkulaðismyrja