Bleikja með Philadelphia rjómaosti og Eat Real krönsi

  ,   

apríl 6, 2021

Einföld bleikja með rjómaosti og krösti, bakað í ofni.

Hráefni

500 g bleikja

3-4 msk Philadelphia Light rjómaostur með hvítlauki og kryddjurtum

6 dl Eat Real snakk með chili og sítrónu

4 msk Filippo Berio ólífuolía

Salt og pipar

PAM sprey

Fersk steinselja

Leiðbeiningar

1Smyrjið eldfast mót með PAM spreyi. Setjið bleikjuna í formið og kryddið með salti og pipar eftir smekk.

2Smyrjið rjómaostinum yfir bleikjuflökin.

3Myljið snakkið í poka eða í matvinnsluvél og blandið saman við ólífuolíu.

4Dreifið snakkblöndunni yfir bleikjuna og bakið í 20 mínútur við 190°C. Stráið steinselju yfir.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð Hoisin bleikja

Grilluð bleikja að asískum ættum. Sumarlegur og ferskur réttur.

Alfredo pasta með tígrisrækjum og rjómaosti

Tígrisrækjur og penne pasta í ljúffengri Alfredo sósu er afar gómsæt blanda og passar sérlega vel að sötra ískalt hvítvín með.

Dýrðlegt fiski Tacos með Habanero sósu

Þetta er afar auðveld uppskrift, það þarf einungis að steikja fiskinn sem er velt upp úr blöndu af panko raspi og parmesan og guð hvað það er gott.