Auðvelt Focaccia brauð

  ,   

desember 7, 2020

Auðvelt ítalskt sælkerabrauð.

Hráefni

5 dl hveiti

2 1/2 tsk þurrger

1/2 tsk salt

2 1/2 dl volgt vatn (sirka við líkamshita)

Filippo Berio Olífuolía

Leiðbeiningar

1Setjið hveitið, þurrger og salt í stóra skál og hrærið aðeins saman.

2Gerið holu í miðjuna á skálinni og hellið vatninu í holuna.

3Hrærið deiginu saman með sleif þar til allt er komið vel saman og ekkert þurrt hveiti er eftir í skálinni.

4Hellið smá ólífuolía í kringum deigið og flettið því aðeins í höndunum.

5Setjið plastfilmu, disk eða annað “lok” yfir skálinni (passa að hafa ekki alveg lofþétt lok") og geymið deigið í ísskáp í 10 til 12 tíma eða yfir nótt.

6Setjið ólífuolíu yfir deigið og hendurnar þegar það hefur fengið að hvíla nægilega lengi í ísskápnum og veltið því aðeins í skálinni og hellið því síðan í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn og leyfið því að hvíla í tvo til fjóra tíma eða þar til það hefur náð að fylla út í mótið eða pönnuna.

7Hellið olíu yfir deigið og hendur einu sinni enn og gerið “göt” hér og þar í deigið með fingrunum.

8Stráið vel af grófu salti yfir brauðið og bakið í 40 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til brauðið er orðið fallega gyllt að ofan.

9Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið eða í allavega hálftíma.

10Brauðið má bera fram eitt og sér en þá má líka skera það þversum í gegn og nýta það í góðar samlokur.

11Einnig er gott að setja t.d. ólífur og sólþurrkaða tómata yfir deigið áður en það er bakað.

Uppskrift frá Veganistum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO terta

Það er eitthvað við Oreo sem erfitt er að standast. Það er eins og það verði einhvern veginn allt gott sem það er sett í hvort sem það er mjólkurhristingur, súkkulaðimús, ostakaka eða hvað. Þessi kaka er blaut í sér og kremið guðdómlegt. Hægt er að baka og frysta botnana með fyrirvara og hræra krem og skreyta deginum áður, kakan geymist vel í kæli svona kremhjúpuð.

Litlar OREO ostakökur

Ómótstæðileg OREO ostakaka með Milka súkkulaði í fullkominni skammtastærð fyrir einn.

Smákökur með Cadbury mini eggjum

Ef að þið elskið litlu súkkulaðieggin frá Cadburys þá munið þið elska þessar einföldu smákökur! Kökurnar renna ljúflega niður með kaldri mjólk eða rjúkandi heitu kaffi. Tilvalið til að baka um helgina með krökkunum eða bara fyrir ykkur til að njóta.