Andasalat með Tuc kexi

  , ,   

júní 11, 2020

Sælkerasalat með rifinni önd og saltkexi.

Hráefni

2 dósir Valette andalæri

1 búnt íssalat

1 stk mangó

1 stk granatepli

3 stk vorlaukur

ferskt kóríander

100 g Tuc kex með salti og pipar, mulið

100 g furuhnetur, ristaðar

geitaostur (eða annar ostur að eigin vali)

Dressing

½ dl Blue Dragon sojasósa

½ dl Blue Dragon sesamolía

1 msk hunang

1 stk límóna, safinn

Leiðbeiningar

1Pakkið andalærunum vel inn í álpappír og grillið í 10 mínútur á hvorri hlið, passið að það komi ekki gat á álpappírinn, það kviknar fljótt í andafitunni

2Skerið niður grænmeti, ávexti og kryddjurtir og setjið í skál

3Rífið öndina niður, bætið út í salatið og dreifið osti, kexmulningi og hnetum yfir

4Útbúið dressingu með því að blanda saman sojasósu, sesamolíu, hunangi og límónusafa og berið fram með salatinu

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Pylsa að hætti New York búa

Útkoman er allt öðruvísi en hin hefðbundna íslenska pylsa með öllu en afar skemmtileg tilbreyting frá henni ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt á grillið í sumar.

Fylltir bananar á grillið

Stökkir sykurpúðar og Oreokex í bland við volgan banana, bráðið súkkulaði og ber…..namm!

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu