IMG_8278
IMG_8278

Allt á einni pönnu kjúklingapasta

  ,

janúar 9, 2019

Einfalt og virkilega fljótlegt kjúklingapasta sem börnin elska.

  • Fyrir: 4

Hráefni

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry, skornar í bita

1 rauðlaukur, saxaður

5-7 stk sveppir, sneiddir (má sleppa)

1 paprika, skorin í teninga

2-3 hvítlauksrif, söxuð

1 dós 10% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka

3 msk tómatpúrra

1.5 dl vatn

1 msk OSCAR kjúklingakraftur

2 tsk karrí

300 g pasta

salt og pipar

ólífuolía frá Filippo Berio

Leiðbeiningar

1Eldið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu.

2Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn lítillega. Bætið þá rauðlauk, sveppum og papriku út á pönnuna og steikið saman í nokkrar mínútur.

3Setjið tómatpúrru út á pönnuna og blandið vel saman. Bætið þá sýrða rjómanum, vatni, kjúklingakrafti, hvítlauk og karrí saman við og látið malla á pönnunni í nokkrar mínútur. Bætið pasta saman við.

4Smakkið til með salti og pipar og berið fram með salati.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_2189-1024x683

Kjúklingasalat með sætri chilísósu

Namm namm sögðu matargestir er þeir gæddu sér á þessu bragðgóða kjúklingasalati.

IMG_9992-1024x683

Pulled chicken

Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira.