fbpx

Aðalbláberjasulta & Rifsberjahlaup

Sultutíminn er kominn og þá er um að gera að nýta afraksturinn úr berjatýnslunni í sultugerð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Aðalbláberjasulta
 500 g aðalbláber
 250 g sykur (+ 1 msk.)
 ½ tsk. af rauðum gelatini frá Torsleffs (sultuhleypi)
Rifsberjahlaup
 500 g rifsber
 250 g sykur (+ 2 msk.)
 ½ bréf af gulu gelatini frá Torsleffs (sultuhleypi)

Leiðbeiningar

Aðalbláberjasulta
1

Setjið bláber og sykur saman í pott.

2

Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

3

Hrærið ½ tsk. af sultuhleypi saman við 1 matskeið af sykri, stráið yfir bláberjablönduna í lokin, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

4

Hellið í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.

Rifsberjahlaup
5

Setjið rifsber og sykur saman í pott (berin mega vera með stilkum).

6

Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

7

Hellið blöndunni í gegnum sigti án þess að pressa fast niður, viljið ekki hratið með.

8

Setjið sigtuðu blönduna síðan aftur í pottinn og náið upp hita að nýju.

9

Hrærið ½ bréfi af sultuhleypi saman við 2 matskeiðar af sykri, stráið yfir sigtaða rifsberjablönduna, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

10

Hellið loks í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.


Uppskrift frá Berglindi hjá Gotterí.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Aðalbláberjasulta
 500 g aðalbláber
 250 g sykur (+ 1 msk.)
 ½ tsk. af rauðum gelatini frá Torsleffs (sultuhleypi)
Rifsberjahlaup
 500 g rifsber
 250 g sykur (+ 2 msk.)
 ½ bréf af gulu gelatini frá Torsleffs (sultuhleypi)

Leiðbeiningar

Aðalbláberjasulta
1

Setjið bláber og sykur saman í pott.

2

Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

3

Hrærið ½ tsk. af sultuhleypi saman við 1 matskeið af sykri, stráið yfir bláberjablönduna í lokin, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

4

Hellið í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.

Rifsberjahlaup
5

Setjið rifsber og sykur saman í pott (berin mega vera með stilkum).

6

Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

7

Hellið blöndunni í gegnum sigti án þess að pressa fast niður, viljið ekki hratið með.

8

Setjið sigtuðu blönduna síðan aftur í pottinn og náið upp hita að nýju.

9

Hrærið ½ bréfi af sultuhleypi saman við 2 matskeiðar af sykri, stráið yfir sigtaða rifsberjablönduna, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

10

Hellið loks í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.

Aðalbláberjasulta & Rifsberjahlaup

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
MöndluMæjóÞessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið…