Aðalbláberjasulta & Rifsberjahlaup

  ,   

september 2, 2020

Sultutíminn er kominn og þá er um að gera að nýta afraksturinn úr berjatýnslunni í sultugerð.

Hráefni

Aðalbláberjasulta

500 g aðalbláber

250 g sykur (+ 1 msk.)

½ tsk. af rauðum Melatini frá Torsleffs (sultuhleypi)

Rifsberjahlaup

500 g rifsber

250 g sykur (+ 2 msk.)

½ bréf af gulu Melatini frá Torsleffs (sultuhleypi)

Leiðbeiningar

Aðalbláberjasulta

1Setjið bláber og sykur saman í pott.

2Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

3Hrærið ½ tsk. af sultuhleypi saman við 1 matskeið af sykri, stráið yfir bláberjablönduna í lokin, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

4Hellið í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.

Rifsberjahlaup

1Setjið rifsber og sykur saman í pott (berin mega vera með stilkum).

2Náið upp suðunni, lækkið hitann og leyfið að malla í um 15-20 mínútur.

3Hellið blöndunni í gegnum sigti án þess að pressa fast niður, viljið ekki hratið með.

4Setjið sigtuðu blönduna síðan aftur í pottinn og náið upp hita að nýju.

5Hrærið ½ bréfi af sultuhleypi saman við 2 matskeiðar af sykri, stráið yfir sigtaða rifsberjablönduna, hrærið vel í á meðan og leyfið að malla í um 5 mínútur í viðbót. Það er gott að blanda hleypinum saman við smá sykur til að hann kekkjist síður.

6Hellið loks í gegnum tregt í krukkur, þessi uppskrift dugði í þrjár 220 ml krukkur.

Uppskrift frá Berglindi hjá Gotterí.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risotto með stökku chorizo & grænum baunum

Hér kemur ein súper ljúffeng uppskrift af Risotto, hér er góður kraftur lykilatriði

Vefja með sterku túnfisksalati

Sterkt túnfisksalat vefja sem þú átt eftir að gera aftur og aftur því hún er svo góð!