Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því.

Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því.
Grillað nautakjöt í tacos með havartí osti, lauk, salati, tómötum og léttri kóríander- og graslaukssósu er algjört nammi!
Það er alveg geggjað að pensla hamborgara með Caj P grillolíu! Gefur extra gott bragð og gerir hamborgarann enn meira djúsí.
Það kunna flestir að meta eitthvað einfalt og gott á grillið. Hér höfum við eina slíka uppskrift og kjúklingaleggir með bbq eru auðvitað eitthvað sem flestir elska!
Hér kemur ein dásamleg uppskrift, það má alltaf grilla hvort sem það er sól, rigning eða snjór.
Lambafile er alltaf klassík! Hér er einföld útfærsla af slíkum með Duchesse kartöflum, rjómalagaðri piparsósu og salati með berjum.
Það má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru tilbúnir!
Það er alltaf gaman að prófa nýtt meðlæti með grillmat og þetta makkarónusalat var algjör snilld! Hér er því komin mín útfærsla af makkarónusalati fyrir ykkur að njóta. Margir eru með sellerí í því líka eða annað grænmeti svo þið getið sannarlega leikið ykkur aðeins með innihaldið.
Þessi fiskréttur er afar góður ef þið eruð að leita eftir tilbreytingu frá hefðbundnum steiktum fiski. Rétturinn er í senn bragðmikill og auðveldur að gera. En galdurinn hér er að marínera fiskinn í Caj P hvítlauks grillolíu. Því lengur því betra, en ég hef hann stundum alveg yfir nótt eða frá morgni til kvöldmats í maríneringunni. Best er að leyfa fiskinum að marínerast allavega í 2-4 tíma.