Tígrisrækju Tostadas

Almáttugur minn hvað þetta var ferskt og gott og frábær tilbreyting frá haustmatnum sem ég er búin að vera með undanfarið! Tígrisrækjur eru alveg svakalega góðar af grillinu!

Skoða nánar
 

Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur

Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue Dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur sem eru í senn fljótlegar, bragðgóðar og fallegar! Kjúklingurinn passar ótrúlega vel með sósunni og ferskt og stökkt grænmetið er fullkomið með. Það tekur enga stund að útbúa vefjurnar og þær eru líka alveg frábærar í nestisboxið. Blue Dragon Satay sósan fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

Skoða nánar
 

Mexíkóskt salat með Oatly sýrðum rjóma

Hildur Ómars er hér með einfalt salat sem tekur þig til Mexíkó á núll einni! „Þegar ég bjó í Svíþjóð var varla hægt að komast hjá því að taka upp hefðina “taco fredag”, eða taco föstudag. En þá ber maður fram allskonar grænmeti, vegan hakk og baunir ásamt sósum og setur inní vefjur. Yfirleitt var afgangur sem maður skutlaði í box og gat borðað daginn eftir sem mexikóskt salat. Í Svíþjóð er gífurleg nestismenning og áður en fyrr varði var mexíkó salatið orðið mitt uppáhalds nesti. Hér er mín útgáfa af saðsömu mexíkó salati sem vekur alla bragðlauka en er á sama tíma svo einfalt.“

Skoða nánar
 

Tacos með BBQ bleikju & mangósalsa

Fiskur þarf sko alls ekki að vera leiðinlegur og hér kemur bleikja í afar góðum búningi. Ljúffengt taco með BBQ bleikju, mangósalsa, sýrðum rjóma með jalapeno Tabasco, vorlauk og sesamfræjum.

Skoða nánar