Blúndur með súkkulaðikremi

Blúndur með súkkulaðikremi

Þessar blúndur eru með smá tvisti og ó vá hvað þær eru ljúffengar! Samlokur úr þunnum og stökkum haframjölssmákökum með súkkulaði smjörkremi á milli. Ég notaði Nusica súkkulaðismjör í kremið og það gefur svo gott bragð. Innblásturinn að uppskriftinni eru margar uppskriftir sem ég skoðaði bæði í uppskriftabókum og á netinu og þetta var útkoman. Dásamlega gott!

Read more

Hátíðarpiparmyntuís með ferskri myntu og Browniedeigbotni

Hátíðarpiparmyntuís með ferskri myntu og Browniedeigbotni

Ég elska piparmyntu ís en mér hefur oft fundist erfitt að ná rétta piparmyntubragðinu þegar ég geri hann heimalagaðan. í ákvað ég að reyna að finna lausn á því og prófa að nota ferska myntu ásamt piparmyntudropum og viti menn. Útkoman var alveg eins og ég vildi hafa ísinn, alveg eins og út úr ísbúð ef ekki bara betri. Þar sem ég vildi hafa allt hágæða hráefni í honum ákvað ég að nota hágæða lífrænt ræktað fyllt piparmyntu og karamellu súkkulaði í hann sem er algjört möst.

Read more

Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Pralín Panna Cotta með rjóma og ferskum hindberjum

Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en ólíkt matarlími þarf það að sjóða með vökvanum í smá stund. Nirwana súkkulaðið frá Rapunzel er fullkomið í þennan rétt þar sem það er ljósara en margt vegan súkkulaði og fyllingin er algjörlega himnesk.

Read more