Tataki-nautakjöt að ítölskum hætti

Tataki-nautakjöt að ítölskum hætti

Áttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.

Read more

Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desert

Hátíðlegur kaffi & saltkaramellu desert

Það er bæði fallegt og þægilegt að bera fram eftirrétti í fallegum glösum. Hvers kyns osta- og skyrkökur eru sérlega einfaldar og sparilegar í slíkum búningi. Ég ákvað hérna að skeyta saman tiramisu fyllingu saman við saltkaramellukex sem bleytt var upp í með sterku kaffi og heimagerða saltkaramellu. Kaffi og karamella fara svona óskaplega vel saman og þessi eftirréttur er fullkominn endir á veislumáltíð. Hægt er að gera hann með góðum fyrirvara sem einfaldar matarboðið til muna. Þessi mun sannarlega slá í gegn um áramótin!

Read more

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósu

Í fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado, marineruðum gulrótum, capers og lífrænni graflaxsósu. Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar svo það lá beinast við að nota það. Ég sæki innblástur í vegan graflax sem virðist vera vinsæll fyrir jólin nema ég hef ekki hugmynd um það hvernig graflax er á bragðið svo alls ekki búast við því bragði, en mér fannst bara svo ótrúlega skemmtileg hugmynd að marinera gulrætur með brögðum sem ég elska og toppa svo með sætri lífrænni graflaxsósu með döðlusíró

Read more

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Mjúkar glútenlausar piparkökumuffins

Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja. Hér höfum við mjúkar, fluffy og ótrúlega góðar piparkökumuffins sem eru glútenlausar og án hvíts sykur þó lygilegt sé.

Read more

Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremi

Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremi

Þessi sparilega terta er fullkomin fyrir alla unnendur kókoss og súkkulaðis. Það er smá bounty fílíngur í henni en á einhvern fágaðan hátt. Dúnmjúkir kókosbotnarnir fara einstaklega vel með þessu unaðslega súkkulaðikremi sem toppar allar aðrar súkkulaðikrems uppskriftir að mínu mati. Það er fínlegt kókosbragð af kreminu vegna kókoskremsins sem er í því og brædda dökka súkkulaðið gerir það algerlega fullkomið. Þessi drottning sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er yfir hátíðarnar.
Kókoskremið frá Rapunzel er vegan og það er lítið mál að veganvæða uppskriftina. Þá er hægt að nota aquafaba í stað eggjanna, Oatly mjólk í stað mjólkurvaranna og vegan smjör í stað venjulegs smjörs.

Read more