Pasta-lasagna

Hér erum við með öðruvísi útgáfu af lasagna, pasta lasagna. Mælum með að prófa, einfalt og gott. 

Magn6 skammtarRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 900 g nautahakk
 400 g De Cecco penne pastafæst í Nettó og Fjarðarkaup
 2 stk Filippo Berio pastasósa með basil (2x340g)
 150 g Philadelphia rjómaostur
 Rifinn ostur
 1 stk laukur
 3 stk hvítlauksrif
 salt, pipar og oregano
 ólífuolia til steikingar
 Parmareggio parmesan ostur

Leiðbeiningar

1

Steikið lauk stutta stund og bætið þá hakki og hvítlauk saman við, steikið og kryddið eftir smekk.

2

Sjóðið pasta al dente í vel söltu vatni á meðan.

3

Hellið pastasósum yfir hakkið og kryddið meira ef ykkur finnst þurfa og næst pastanu þegar það er tilbúið.

4

Takið til stórt eldfast mót eða tvö minni, smyrjið að innan með matarolíu.

5

Hitið ofninn í 190°C.

6

Hellið fyrra lagi af hakkblöndu í formið, setjið vel af rifnum osti og nokkrar klípur af rjómaosti hér og þar yfir.

7

Endurtakið og toppið með vel af rifnum osti, bakið í um 20 mínútur eða þar til osturinn gyllist.

8

Njótið sem fyrst og gott er að hafa ferskt salat og hvítlauksbrauð með þessum rétti.


Uppskrift eftir Berglindi Hreiðars

SharePostSave

Hráefni

 900 g nautahakk
 400 g De Cecco penne pastafæst í Nettó og Fjarðarkaup
 2 stk Filippo Berio pastasósa með basil (2x340g)
 150 g Philadelphia rjómaostur
 Rifinn ostur
 1 stk laukur
 3 stk hvítlauksrif
 salt, pipar og oregano
 ólífuolia til steikingar
 Parmareggio parmesan ostur
Pasta-lasagna

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.