Print Options:

Pasta-lasagna

Magn6 skammtar

Hér erum við með öðruvísi útgáfu af lasagna, pasta lasagna. Mælum með að prófa, einfalt og gott. 

 900 g nautahakk
 400 g De Cecco penne pastafæst í Nettó og Fjarðarkaup
 2 stk Filippo Berio pastasósa með basil (2x340g)
 150 g Philadelphia rjómaostur
 Rifinn ostur
 1 stk laukur
 3 stk hvítlauksrif
 salt, pipar og oregano
 ólífuolia til steikingar
 Parmareggio parmesan ostur
1

Steikið lauk stutta stund og bætið þá hakki og hvítlauk saman við, steikið og kryddið eftir smekk.

2

Sjóðið pasta al dente í vel söltu vatni á meðan.

3

Hellið pastasósum yfir hakkið og kryddið meira ef ykkur finnst þurfa og næst pastanu þegar það er tilbúið.

4

Takið til stórt eldfast mót eða tvö minni, smyrjið að innan með matarolíu.

5

Hitið ofninn í 190°C.

6

Hellið fyrra lagi af hakkblöndu í formið, setjið vel af rifnum osti og nokkrar klípur af rjómaosti hér og þar yfir.

7

Endurtakið og toppið með vel af rifnum osti, bakið í um 20 mínútur eða þar til osturinn gyllist.

8

Njótið sem fyrst og gott er að hafa ferskt salat og hvítlauksbrauð með þessum rétti.

Nutrition Facts

6 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size

6