Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 600 g Kjúklingalæri (skinn og beinlaus)
 2 msk Tælensk karríblanda Kryddhúsið
 100 g Litlar agúrkur
 1 stk Rautt Chili
 5 g Kóríander
 20 g Salthnetur
 1 dl Kókósmjólk
 50 g Hnetusmjör
 1 tsk Sojasósa
 1 msk Púðursykur
 2 tsk Rautt Karrímauk
 1 stk Límóna
 150 g Rauðkál
 4 stk Grillpinnar
 1 dl Basmati hrísgrjón

Leiðbeiningar

1

Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín áður en elda á matinn.

2

Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og tælenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

3

Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

4

Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

5

Þræðið kjúklinginn á spjótin og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín en snúið á 2 mín fresti.

6

Saxið hnetur, sneiðið rauðkál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið agúrkur.

7

Pennslið kjúklingaspjótin með satay sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnetum yfir.

8

Berið fram með auka satay sósu til hliðar.

9

       Njótið með góðu rósavíni.

SharePostSave

Hráefni

 600 g Kjúklingalæri (skinn og beinlaus)
 2 msk Tælensk karríblanda Kryddhúsið
 100 g Litlar agúrkur
 1 stk Rautt Chili
 5 g Kóríander
 20 g Salthnetur
 1 dl Kókósmjólk
 50 g Hnetusmjör
 1 tsk Sojasósa
 1 msk Púðursykur
 2 tsk Rautt Karrímauk
 1 stk Límóna
 150 g Rauðkál
 4 stk Grillpinnar
 1 dl Basmati hrísgrjón

Leiðbeiningar

1

Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín áður en elda á matinn.

2

Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og tælenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

3

Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

4

Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.

5

Þræðið kjúklinginn á spjótin og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín en snúið á 2 mín fresti.

6

Saxið hnetur, sneiðið rauðkál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið agúrkur.

7

Pennslið kjúklingaspjótin með satay sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnetum yfir.

8

Berið fram með auka satay sósu til hliðar.

9

       Njótið með góðu rósavíni.

Notes

Grilluð satay kjúklingalæri

Aðrar spennandi uppskriftir