Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið.

Uppskrift
Hráefni
3 dl frosið mangó
1 dl frosinn ananas
1/3 þroskaður banani
5 döðlur, ég notaði Rapunzel
Ca 1 lúka möndlur með hýði, ég notaði Rapunzel
1 msk hnetusmjör gróft frá Rapunzel
1 msk möndlusmjör frá Rapunzel
1dl lífræn haframjólk frá Oatly
Oatly vanillu hafrajógúrt eftir smekk
Til að toppa með: Lífrænt múslí að eigin vali, jarðarber, banani, suðusúkkulaði, hnetusmjör og möndlusmjör
Leiðbeiningar
1
Setjið í kröftugan blandara eða matvinnsluvél: Frosið mangó, ananas, banana, möndlur, döðlur, hnetusmjör og möndlusmjör ásamt haframjólk og látið vinna vel og lengi, bætið aðeins við haframjólk ef þarf en bara örlítið í einu. Við viljum hafa þetta þykkt.
2
Setjð Oatly vanillujógúrtina í botn á skál, magn eftir smekk. Setjið síðan smoothie blönduna yfir og toppið með því sem ykkur langar en ég mæli með öllu því sem ég taldi upp.
Uppskrift frá Völlu á GRGS.
MatreiðslaBoozt & drykkirTegundÍslenskt
Hráefni
3 dl frosið mangó
1 dl frosinn ananas
1/3 þroskaður banani
5 döðlur, ég notaði Rapunzel
Ca 1 lúka möndlur með hýði, ég notaði Rapunzel
1 msk hnetusmjör gróft frá Rapunzel
1 msk möndlusmjör frá Rapunzel
1dl lífræn haframjólk frá Oatly
Oatly vanillu hafrajógúrt eftir smekk
Til að toppa með: Lífrænt múslí að eigin vali, jarðarber, banani, suðusúkkulaði, hnetusmjör og möndlusmjör