Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Uppskrift
Hráefni
2 bollar hveiti
3 msk döðlusykur
2 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 bolli Oatly ikaffe haframjólk
1/4 bolli Oatly sýrður hafrarjómi
1/4 bolli avocado olía, má líka vera bragðlaus kókosolía
2 tsk eplaedik
2 tsk vanilludropar
1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel gróft saxað (80g)
1 ferna vanillusósa frá Oatly
Leiðbeiningar
1
Blandið saman öllum þurrefnum í skál fyrir utan súkkulaðið.
2
Setjið öll blautu efnin í aðra skál og hrærið vel. Hellið út í þurrefnin og blandið þar til kekkjalaust. Hrærið súkkulaðið út í með sleikju.
3
Hitið belgískt vöfflujárn og spreyið með olíuspreyi. Súkkulaðið gæti valdið því að vöfflurnar festist frekar. Setjið um 1/4 bolla fyrir hverja vöfflu. Bakist þar til vöfflurnar eru orðnar vel gylltar.
4
Þeytið vanillusósuna frá Oatly líkt og þeyttan rjóma, berið fram með vanillusósunni og því sem hugurinn girnist.
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaBakstur, Eftirréttir, Vegan
Hráefni
2 bollar hveiti
3 msk döðlusykur
2 tsk lyftiduft
1/2 matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/2 bolli Oatly ikaffe haframjólk
1/4 bolli Oatly sýrður hafrarjómi
1/4 bolli avocado olía, má líka vera bragðlaus kókosolía
2 tsk eplaedik
2 tsk vanilludropar
1 plata 70% súkkulaði frá Rapunzel gróft saxað (80g)
1 ferna vanillusósa frá Oatly