Stökkt nautakjöt í sætri sojasósu

Stökkt nautakjöt í sætri sojasósu með jalapeno.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 kg nautakjöt
 8 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð
 1-2 jalapeño
 5 cm ferskt engifer, afhýtt og fínrifið
 1 búnt vorlaukur, saxaður
 4 msk hveiti
 2 msk olía
Sæt sojasósa
 240 ml sojasósa frá Blue Dragon
 200 g púðursykur
 4 msk hveiti

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í mjög þunnar sneiðar. Afhýðið hvítlaukinn og pressið. Veltið kjötinu upp úr hveiti. Setjið til hliðar. Blandið sósu-hráefnum saman í potti. Hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið reglulega.

2

Hitið olíu á pönnu og steikið jalapeño og engifer í fáeinar mínútur eða þar til engiferið er orðið gyllt. Bætið þá hvítlauk og kjöti saman við. Steikið í 1-2 mínútur, hrærið reglulega.

3

Hellið sósunni yfir kjötið og látið malla í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni og bætið vorlauk saman við.


Uppskrift frá GRGS.

SharePostSave

Hráefni

 1 kg nautakjöt
 8 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð
 1-2 jalapeño
 5 cm ferskt engifer, afhýtt og fínrifið
 1 búnt vorlaukur, saxaður
 4 msk hveiti
 2 msk olía
Sæt sojasósa
 240 ml sojasósa frá Blue Dragon
 200 g púðursykur
 4 msk hveiti
Stökkt nautakjöt í sætri sojasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…