Stökkt nautakjöt í sætri sojasósu

    

júní 11, 2020

Stökkt nautakjöt í sætri sojasósu með jalapeno.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 kg nautakjöt

8 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð

1-2 jalapeño

5 cm ferskt engifer, afhýtt og fínrifið

1 búnt vorlaukur, saxaður

4 msk hveiti

2 msk olía

Sæt sojasósa

240 ml sojasósa frá Blue Dragon

200 g púðursykur

4 msk hveiti

Leiðbeiningar

1Skerið kjötið í mjög þunnar sneiðar. Afhýðið hvítlaukinn og pressið. Veltið kjötinu upp úr hveiti. Setjið til hliðar. Blandið sósu-hráefnum saman í potti. Hitið að suðu. Lækkið hitann og hrærið reglulega.

2Hitið olíu á pönnu og steikið jalapeño og engifer í fáeinar mínútur eða þar til engiferið er orðið gyllt. Bætið þá hvítlauk og kjöti saman við. Steikið í 1-2 mínútur, hrærið reglulega.

3Hellið sósunni yfir kjötið og látið malla í 2-3 mínútur. Takið af pönnunni og bætið vorlauk saman við.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum

Það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti.

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.