Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu

Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 650g magurt nautakjöt (mínútusteik)
 1/2 græn paprika
 1/2 rauð paprika
 1 brokkolí haus lítill
 1 grænn chili
 1 flaska Oyster sauce frá Blue dragon
 1 poki Teriyaki sósa frá Blue dragon
 1 msk maizena mjöl
 2 msk sojasósa
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon
 2 msk vatn
 2 msk sesamolía, ég notaði frá Rapunzel

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera nautakjötið í þunna strimla þvert á línurnar í kjötinu.

2

Skerið paprikurnar í strimla, chili í sneiðar og brokkolí í bita.

3

Setjið kjötið í skál og setjið sojasósu, hrísgrjónaedik og maizena yfir kjötið og blandið saman. Látið bíða á meðan þið skerið grænmetið.

4

Hitið 1 msk af sesamolíu á wokpönnu (eða bara venjulega) og hitið þar til fer að rjúka úr olíunni. Setjið nautakjötið út á og steikið í 2-3 mín. Takið kjötið af pönnunni og sigtið vökvann frá og geymið aðeins.

5

Setjið aðra msk af sesamolíu á pönnuna og hitið vel, setjið grænmetið út á og steikið í 3 mín.

6

Bætið kjötinu aftur út í ásamt teriyaki sósu og ostrusósu. Bætið vatni út í og steikið áfram í 3-4 mín.

7

Berið fram með hrísgrjónum.


Uppskrift frá GRGS.

SharePostSave

Hráefni

 650g magurt nautakjöt (mínútusteik)
 1/2 græn paprika
 1/2 rauð paprika
 1 brokkolí haus lítill
 1 grænn chili
 1 flaska Oyster sauce frá Blue dragon
 1 poki Teriyaki sósa frá Blue dragon
 1 msk maizena mjöl
 2 msk sojasósa
 1 msk hrísgrjónaedik frá Blue dragon
 2 msk vatn
 2 msk sesamolía, ég notaði frá Rapunzel
Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…