Litríkt og hollt Thai nautakjötssalat.

Uppskrift
Hráefni
Salat
5-600g gott nautakjöt (150 g á mann), t.d. sirloin eða fillet
ca. 1-2 msk fiskisósa frá Blue Dragon
1 tsk olía
1 agúrka, skorin langsum
1 rauðlaukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar
4 vorlaukar, smátt skornir
24 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 pakki fersk mynta, söxuð
4 msk ferskt kóríander, saxað
1 poki salatblanda eða spínat
Dressing
180 ml Sweet chilli sauce frá Blue Dragon
börkur af 2 límónum, rifinn fínt
2 tsk Fish sauce frá Blue Dragon
Leiðbeiningar
1
Nuddið steikina með fiskisósunni og kryddið með salti og pipar.
2
Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til kjötið er eldað eins og ykkur líkar best. Leyfið kjötinu að standa í um 5 mínútur áður en það er skorið.
3
Setjið salatblönduna, agúrku, rauðlauk, vorlauk, tómata, myntu og kóríander saman í skál ásamt kjötinu og safanum af kjötinu sem varð eftir á pönnunni.
4
Gerið sósuna með því að hræra saman sweet chili sósu og límónusafa.
5
Hellið smá af sósunni yfir grænmetið og blandið vel saman.
6
Berið afganginn af sósunni fram með salatinu.
7
Ef ég á salthnetur finnst mér gott að saxa þær og bera þær fram í skál svo hver og einn geti stráð yfir salatið sitt.
Uppskrift frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.
MatreiðslaKjötréttir, SalatTegundAsískt
Hráefni
Salat
5-600g gott nautakjöt (150 g á mann), t.d. sirloin eða fillet
ca. 1-2 msk fiskisósa frá Blue Dragon
1 tsk olía
1 agúrka, skorin langsum
1 rauðlaukur, helmingaður og skorinn í þunnar sneiðar
4 vorlaukar, smátt skornir
24 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 pakki fersk mynta, söxuð
4 msk ferskt kóríander, saxað
1 poki salatblanda eða spínat
Dressing
180 ml Sweet chilli sauce frá Blue Dragon
börkur af 2 límónum, rifinn fínt
2 tsk Fish sauce frá Blue Dragon