Einstaklega bragðgóð súpa sem notalegt er að gæða sér á.

Uppskrift
Hráefni
2 dl ósoðið pasta
1 dós Hunt´s hakkaðir tómatar með basiliku, hvítlauk og oreganó (411 g)
1 ½ dl vatn
½ laukur, hakkaður
1 hvítlauksrif, pressað
1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
1 grænmetisteningur
1 ½ tsk þurrkuð basilika
1 tsk sykur
salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Sjóðið pastað í vel söltu vatni (verið óhrædd við að nánast missa saltstaukinn í vatnið) og skolið síðan í köldu vatni.
2
Hakkið og steikið laukinn við vægan hita þar til hann er orðinn mjúkur en ekki farin að brúnast. Bætið öllum öðrum hráefnum fyrir utan pastað saman við og látið sjóða í 10 mínútur. Smakkið til og bætið pastanu í súpuna. Berið fram með ferskrifnum parmesan og góðu brauði.
Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.
MatreiðslaSúpur
Hráefni
2 dl ósoðið pasta
1 dós Hunt´s hakkaðir tómatar með basiliku, hvítlauk og oreganó (411 g)
1 ½ dl vatn
½ laukur, hakkaður
1 hvítlauksrif, pressað
1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)
1 grænmetisteningur
1 ½ tsk þurrkuð basilika
1 tsk sykur
salt og pipar