fbpx

Unaðslegir Rice Krispies og Oreo molar

Glimrandi samsetning sem bráðnar í munni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 msk smjör
 1poki litlir sykurpúðar (ég kaupi mína í Söstrene Grene)
 1/4 bolli hnetusmjör
 1/2 tsk salt
 2 1/2 bolli Rice Krispies
 8 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, grófsaxað
 1/2 poki hnetusmjörssúkkulaði (140 g)

Leiðbeiningar

1

Takið til ílangt form, stærðin skiptir hér ekki öllu aldrei þessu vant. Þekið það með bökunarpappír og leyfið pappírnum að ná upp hliðarnar.

2

Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti. Lækkið hitann og setjið 4 bolla af sykurpúðum út í. Hrærið stanslaust þar til sykurpúðar eru bráðnaðir.

3

Takið pottinn af hellunni og verið snögg að hræra hnetusmjöri og salti við og síðan Rice Krispies, helmingnum af Oreo-kexinu og 1/2 bolla af sykurpúðum.

4

Nú ætti blandan að vera mjög þykk og volg þannig að þið getið unnið hana með höndunum. Setjið blönduna í formið og mótið hana eins og þið viljið á meðan þið þrýstið henni saman í botninn.

5

Bræðið hnetusmjörssúkkulaðið og hellið því yfir blönduna. Stráið restinni af Oreo-kexinu og sykurpúðum yfir það og njótið.


Uppskrift frá Lilju Katrín á Blaka.

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 msk smjör
 1poki litlir sykurpúðar (ég kaupi mína í Söstrene Grene)
 1/4 bolli hnetusmjör
 1/2 tsk salt
 2 1/2 bolli Rice Krispies
 8 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, grófsaxað
 1/2 poki hnetusmjörssúkkulaði (140 g)

Leiðbeiningar

1

Takið til ílangt form, stærðin skiptir hér ekki öllu aldrei þessu vant. Þekið það með bökunarpappír og leyfið pappírnum að ná upp hliðarnar.

2

Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti. Lækkið hitann og setjið 4 bolla af sykurpúðum út í. Hrærið stanslaust þar til sykurpúðar eru bráðnaðir.

3

Takið pottinn af hellunni og verið snögg að hræra hnetusmjöri og salti við og síðan Rice Krispies, helmingnum af Oreo-kexinu og 1/2 bolla af sykurpúðum.

4

Nú ætti blandan að vera mjög þykk og volg þannig að þið getið unnið hana með höndunum. Setjið blönduna í formið og mótið hana eins og þið viljið á meðan þið þrýstið henni saman í botninn.

5

Bræðið hnetusmjörssúkkulaðið og hellið því yfir blönduna. Stráið restinni af Oreo-kexinu og sykurpúðum yfir það og njótið.

Unaðslegir Rice Krispies og Oreo molar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…