fbpx

Trufflu bernaise sósa

Trufflu bernaise sósa sem er afskaplega einföld og afar bragðgóð!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 eggjarauður
 400 g brætt smjör
 2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)
 ½ tsk Trufflu olía frá Elle Esse
 u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)
 Pipar (magn eftir smekk)
 Salt með trufflum

Leiðbeiningar

1

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “steik og franskar” highlights.

2

Brjótið eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.

3

Bræðið smjörið á vægum hita.

4

Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund í hrærivél/rafmagnsþeytara þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið 8 snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).

5

Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.

6

Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon út í og hrærið saman.

7

Bætið trufflu olíu út í og hrærið saman.

8

Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.


Uppskrift frá Lindu Ben.

MatreiðslaMatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 eggjarauður
 400 g brætt smjör
 2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)
 ½ tsk Trufflu olía frá Elle Esse
 u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)
 Pipar (magn eftir smekk)
 Salt með trufflum

Leiðbeiningar

1

Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “steik og franskar” highlights.

2

Brjótið eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.

3

Bræðið smjörið á vægum hita.

4

Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund í hrærivél/rafmagnsþeytara þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið 8 snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).

5

Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.

6

Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon út í og hrærið saman.

7

Bætið trufflu olíu út í og hrærið saman.

8

Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.

Trufflu bernaise sósa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heit íssósaÞað er fátt betra og einfaldara en heimagerð, heit íssósa! Það má nota hvaða ís sem er með sósunni og…