Trufflu bernaise sósa

    

apríl 3, 2020

Trufflu bernaise sósa sem er afskaplega einföld og afar bragðgóð!

Hráefni

4 eggjarauður

400 g brætt smjör

2-3 tsk bearnaise essens (magn eftir smekk)

½ tsk Trufflu olía frá Elle Esse

u.þ.b. 2 tsk estragon (magn eftir smekk)

Pipar (magn eftir smekk)

Salt með trufflum

Leiðbeiningar

1Nákvæmt aðferðarmyndband er að finna á Instagram.com/lindaben í “steik og franskar” highlights.

2Brjótið eggin og aðskilja eggjahvítu og eggjarauður.

3Bræðið smjörið á vægum hita.

4Þeytið eggjarauðurnar varlega í nokkra stund í hrærivél/rafmagnsþeytara þar til þær eru orðnar léttar, ljósar og mynda borða. (takið þeytarann upp reglulega og teiknið 8 snögglega með því sem lekur af þeytaranum ofan í skálinni. Ef það tekst að teikna áttu og hún sést greinilega í örfáar sek. þá eru eggjarauðurnar tilbúnar).

5Hellið smjörinu út í eggjarauðurnar í lítilli bunu með þeytarann rólega í gangi.

6Setjið bearnaise essens út í sósuna og hrærið saman, bætið því næst estragon út í og hrærið saman.

7Bætið trufflu olíu út í og hrærið saman.

8Saltið og piprið sósuna eftir smekk. Gott að byrja á litlum skammti og auka svo eftir smekk.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Basil Aioli sósa

Basil Aioli sósa passar vel með flest öllum mat, til dæmis kjúkling, fiski eða pasta.

Tabasco® chili majónes

Köld sósa sem bragð er af.

Sumarsósan

Æðisleg köld sósa sem hentar vel með grillmatnum.