Tígrisrækjur með hvítlauk, engifer, kóríander og sweet chilí

    

janúar 8, 2020

Bragðmiklar rækjur sem einfalt er að elda.

Hráefni

1 pakki lítlar tígrisrækjur frá Sælkerafiski

3 hvítlauksrif

5 cm engiferrót

1 rautt chilí

1 búnt kóríander

safi úr 1 sítrónu

3 msk sweet chilí sósa frá Blue Dragon

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Takið risarækjurnar úr pakkningunni og takið allan vökva frá.

2Pressið hvítlauksrifin, saxið engifer og kóríander smátt. Saxið chilí einnig smátt, takið fræin frá ef þið viljið ekki hafa réttinn bragðmikinn.

3Hitið olíu á pönnu og setjið risarækjur og hvítlauk á pönnuna og steikið. Kryddið með salti og pipar.

4Eftir um 1 mínútu setjið engifer, chilí og kóríander á pönnuna og steikið þar til rækjurnar eru tilbúnar.

5Í lokin, bætið sítrónusafa og sætri chilísósu saman við.

6Berið fram með einföldu salati og Tilda hrísgrjónum.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Spicy tagliatelline

Það er fátt betra en ljúffengur pastaréttur í þessum endalausu vetrarlægðum sem ganga yfir landið!

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.