Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi

    

mars 26, 2020

Bragðmikill og einfaldur kjúklingaréttur.

Hráefni

1 kg kjúklingaleggir eða um 8 vænir leggir

2 pokar Teriyaki wok sósa frá Blue dragon

1 msk rifið engifer

1 stórt hvítlauksrif marið

1 msk lime safi ferskur

ristuð sesamfræ eftir smekk

saxaður vorlaukur ef vill

Leiðbeiningar

1Takið fram stóran rennilásapoka og setjið kjúklinginn í hann. Hrærið saman 1 poka af sósunni og rest af innihaldsefnum fyrir utan sesamfræ.

2Hellið yfir leggina, lokið pokanum og veltið fram og til baka svo marineringin dreifist jafnt. Látið marinerast í ísskáp í 1 klst ca.

3Setjið leggina í ofnfast mót sem penslað hefur verið með olíu. Hitið ofninn í 200°C. Setjið leggina inn í ofninn.

4Setjið seinni pokann af sósu í skál og penslið leggina af og til á meðan þeir bakast, heildar steikingartími er um 40 mín eða þar til þeir eru gegnumsteiktir. Gæti verið misjafnt eftir ofnum.

Uppskrift frá Völlu hjá GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu

Suðræn grillspjót

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu