Tandoori kjúklingahamborgarar

  , ,   

maí 22, 2018

Indverskir kjúklingaborgarar með Tandoori marineringu.

Hráefni

4 stk Rose Poultry kjúklingabringur

¼ krukka Pataks Tandoori paste

1 dl AB mjólk

4 stk hamborgarabrauð

1 stk rauðlaukur

1 msk Filippo Berio ólífuolía

4 msk Pataks Mango Chutney

4 msk Oatly sýrður rjómi

¼ stk gúrka

fersk mynta

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklingabringur í poka ásamt tandoori paste og AB mjólk. Marinerið bringurnar yfir nótt og eldið þær við 65 gráður í 1- 1½ klst í sous vide og grillið svo á báðum hliðum í 4 mínútur.

2Skerið rauðlauk í sneiðar og veltið upp úr olíunni. Grillið hann svo í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

3Skerið gúrkuna og myntuna fínt niður og blandið við sýrða rjómann, kryddið með salti og pipar.

4Grillið brauðið, raðið svo saman brauð, sósa, kjúklingur, rauðlaukur, mangó chutney og brauðlok.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Stökkur nachos kjúklingaborgari

Geggjaður kjúklingaborgari

Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu

Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið.