Súkkulaðikaka með hvítu Toblerone kremi

  ,   

júlí 13, 2020

Ómótstæðileg kaka með hvítu Toblerone kremi.

Hráefni

200 g smjör, brætt

4 egg

150 g sykur

100 g hrásykur

1 1/2 dl rjómi

2 tsk vanilludropar

1 msk kaffi

200 g hveiti

80 g kakó

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

Hvítt Toblerone krem

200 g hvítt Toblerone

2,5 dl flórsykur

2,5 dl mjúkt smjör

Leiðbeiningar

1Bræðið smjör og setjið til hliðar.

2Hrærið egg og sykur saman í 4-5 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.

3Setjið rjóma, bráðið smjör, vanilludropa og kaffi saman við.

4Blandið þurrefnum saman í skál og blandið saman. Hellið saman við deigið og hrærið saman.

5Smyrjið form og hellið deiginu og setjið í 175°c heitan ofn í 25 mínútur eða þar til kakan er elduð í gegn.

6Takið kökuna úr ofninum og látið kólna.

7Skerið kökuna í tvennt og smyrjið kreminu milli botnanna. Leggið efri hlutann yfir þann neðri og smyrjið kremi á þann efri líka og smyrjið kreminu ofan á hann og á hliðarnar.

Hvítt Toblerone krem

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið. Hrærið smjör og flórsykur vel saman þar til orðið létt og ljóst.

2Hellið kælda súkkulaðinu saman við og hrærið stuttlega þar til súkkulaðið hefur blandast kreminu.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.