Suðræn grillspjót

  ,

júní 29, 2020

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu

Hráefni

1 poki Rose Poultry kjúklingalærakjöt (um 700 g)

Caj P Honey grillolía

2 x rauðlaukur

2 x paprika (ein rauð og ein græn)

½ ferskur ananas

Dressing og meðlæti

1 dós sýrður rjómi (180 g)

2 msk. majónes

1-2 tsk. Tabasco sósa

½ lime (safinn)

2 msk. kóríander (saxað)

Salt og pipar

Maísstönglar

Leiðbeiningar

1Afþýðið kjúklinginn og skerið niður í hæfilega stóra bita (ég tók hvert læri í 3 hluta).

2Setjið bitana í skál með um 8 matskeiðum af grillolíu, veltið þeim upp úr olíunni, plastið og leyfið að marinerast í kæli í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt væri líka í lagi).

3Skerið lauk, papriku og ananas í bita og þræðið það ásamt kjúklingabitum upp á grillspjót. Ef þið eruð að nota tréspjót er gott að leggja þau í bleyti í að minnsta kosti klukkustund (eða yfir nótt) áður en þau eru sett á grillið.

Dressing og meðlæti

1Útbúið dressinguna með því að hræra öllu vel saman og kæla fram að notkun.

2Gott er síðan að sjóða maísstönglana á meðan spjótin eru grilluð.

3Spjótin má grilla á meðalheitu grilli í um 15 mínútur og pensla aðeins aftur yfir kjúklinginn með grillolíunni síðustu mínúturnar.

4Dressinguna má síðan nota bæði með spjótunum sjálfum og til þess að smyrja á maísstönglana.

Uppskrift frá Berglindi hjá gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Pylsa að hætti New York búa

Útkoman er allt öðruvísi en hin hefðbundna íslenska pylsa með öllu en afar skemmtileg tilbreyting frá henni ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt á grillið í sumar.

Fylltir bananar á grillið

Stökkir sykurpúðar og Oreokex í bland við volgan banana, bráðið súkkulaði og ber…..namm!

Djúsí Hasselback kartöflur

Djúsí grillaðar hasselback kartöflur með sósu og osti