Suðræn grillspjót

  ,

júní 29, 2020

Undursamleg litrik grillspjót í hunangs Caj P mareneringu

Hráefni

1 poki Rose Poultry kjúklingalærakjöt (um 700 g)

Caj P Honey grillolía

2 x rauðlaukur

2 x paprika (ein rauð og ein græn)

½ ferskur ananas

Dressing og meðlæti

1 dós sýrður rjómi (180 g)

2 msk. majónes

1-2 tsk. Tabasco sósa

½ lime (safinn)

2 msk. kóríander (saxað)

Salt og pipar

Maísstönglar

Leiðbeiningar

1Afþýðið kjúklinginn og skerið niður í hæfilega stóra bita (ég tók hvert læri í 3 hluta).

2Setjið bitana í skál með um 8 matskeiðum af grillolíu, veltið þeim upp úr olíunni, plastið og leyfið að marinerast í kæli í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt væri líka í lagi).

3Skerið lauk, papriku og ananas í bita og þræðið það ásamt kjúklingabitum upp á grillspjót. Ef þið eruð að nota tréspjót er gott að leggja þau í bleyti í að minnsta kosti klukkustund (eða yfir nótt) áður en þau eru sett á grillið.

Dressing og meðlæti

1Útbúið dressinguna með því að hræra öllu vel saman og kæla fram að notkun.

2Gott er síðan að sjóða maísstönglana á meðan spjótin eru grilluð.

3Spjótin má grilla á meðalheitu grilli í um 15 mínútur og pensla aðeins aftur yfir kjúklinginn með grillolíunni síðustu mínúturnar.

4Dressinguna má síðan nota bæði með spjótunum sjálfum og til þess að smyrja á maísstönglana.

Uppskrift frá Berglindi hjá gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambaspjót með trufflukremi

Sælkeralamb með sveppum og trufflukremi.

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Eplapanna á grillið

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.