Stökkur kjúklingaborgari

  , ,   

september 20, 2019

Stökkur kjúklingaborgari með hrásalati í hunangs- og sinnepssósu.

  • Undirbúningur: 45 mín
  • Eldun: 45 mín
  • 45 mín

    45 mín

    1 klst 30 mín

  • Fyrir: 4

Hráefni

900 g kjúklingalundir frá Rose Poultry

240 ml súrmjólk

salt og pipar

1/4 tsk hvítlaukssalt

200 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk pipar

1 tsk hvítlaukssalt

1 tsk þurrkað timían

1 tsk paprika

1 tsk lyftiduft

1 tsk chilíflögur

Hrásalat í hunangssinnepssósu

1/3 hvítkálshaus

1-2 gulrætur

4 msk Heinz majónes

1 msk dijon sinnep

1 msk hunang

2 tsk sítrónusafi

svartur pipar

Annað

Wesson olía til steikingar

ostur á kjúklinginn

4 hamborgarabrauð

salat

1/2 rauðlaukur

Leiðbeiningar

1Setjið kjúklinginn í skál. Bætið súrmjólk, salti, pipar og hvítlaukssalti saman við. Blandið öllu vel saman og leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund.

2Setjið steikingarolíu í pott eða í djúpa pönnu og hitið vel.

3Blandið saman í skál hveiti, salti, pipar, hvítlaukssalti, timían, papriku, lyftidufti og chilíflögum.

4Takið kjúklinginn úr marineringunni og veltið upp úr hveitblöndunni.

5Steikið í olíunni þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Steikið aðeins nokkra bita í einu.

6Hitið hamborgarabrauðin og raðið saman. Setjið kál og lauk, þá kjúklinginn og síðan hrásalatið.

7Gerið hrásalatið. Skerið kálið og gulrætur í smáa strimla og bætið hinum hráefnunum saman. Geymið í ísskáp.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.