Skelfiskur í umslagi

  ,

júlí 24, 2020

Hráefni

Kryddsmjör

250 g smjör

4 hvítlauksgeirar

25 g steinselja

20 g skessujurt

20 g hvönn

salt og pipar

Skelfiskur

1 pakki risarækja frá Sælkerafisk

1 pakki hörpuskel frá Sælkerafisk

1 pakki skelflettur humar frá Sælkerafisk

2 stk lime

2 stk vorlaukur, saxaður

smá steinselja, söxuð

smjörpappír

Leiðbeiningar

Kryddsmjör

1Setjið öll hráefnin í kryddsmjöfið í matvinnsluvél og blandið vel saman.

2Einnig má nota mortél en þá er byrjað á að merja hvítlaukinn, síðan jurtirnar og smjörið í lokin.

3Ath. það má nota hvaða kryddjurtir sem er t.d. basil, dill og graslauk.

Skelfiskur

1Skiptið skelfisknum jafnt á þrjár smjörpappírsarkir, ca 40x50 cm.

2Setjið 2-3 matskeiðar af kryddsmjörinu á hverja og eina.

3Bætið vorlauknum og smá limesafa yfir og lokið með því að snúa upp á pappírinn.

4Setjið á heitt grillið í 1-2 mín og færið svo upp á efri grind eða lækkið alveg hitann á grillinu og eldið í ca 3 mín til viðbótar eða þar til smjörið er farið að malla vel.

5Opnið pokana stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram með limebátum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!