Silungur með spínati og kókosmjólk

  

nóvember 13, 2015

Fljótlegur og góður réttur sem stendur fyrir sínu.

  • Undirbúningur: 10 mín
  • Eldun: 30 mín
  • 10 mín

    30 mín

    40 mín

Hráefni

Fyrir 4

7-800 g silungur

1 sæt kartafla, léttsoðin og skorin litla í teninga

1/2 poki ferskt spínat

1/2 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon

1 tsk rautt karrímauk, t.d. red curry paste frá Blue dragon

1 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue dragon

safi af 1/2 límónu

1 msk agave sýróp

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Smyrjið ofnfast mót með olíu. Látið spínat í botninn á mótinu og silunginn ofan á það. Dreifið sætu kartöflunni yfir allt og saltið og piprið.

2Blandið saman kókosmjólk, karrímauki, fiskisósu, límónusafa og agave sýrópi og hellið yfir réttinn. Eldið við 200°C í 30 mínútur.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Risarækjur með tómata- og pestósósu

Þessi réttur er virkilega fljótlegur (tekur ca 15 mín að útbúa) og það setja humarkraftinn útí sósuna færir sósuna á það stig að það yrði enginn ósáttur við að fá þennan rétt á veitingastað.

Tígrisrækjur í krönsi með avókadó dill sósu

Uppskrift að afar góðum tígrisrækjum í snakk krönsi sem eru bornar fram með avókadó sósu með dilli og sýrðum rjóma.

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.