Rjómaostafyllt kjúklingalæri með parmaskinku

  

júlí 1, 2020

Dásamlegur kjúklingaréttur með rjómaostafyllingu

Hráefni

700 g kjúklingalæri frá Rose Poultry

1/2 box Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddjurtum

10 sneiðar parmaskinka, t.d. Gran Brianza Prosciutto Di Parma

1 púrrulaukur, skorinn í sneiðar

2 hvítlauksrif, pressuð

2 rauðar paprikur, smátt skornar

smjör

4 dl matreiðslurjómi

1 msk timían

1 tsk paprikukrydd

salt og pipar

rifinn mozzarellaostur

Leiðbeiningar

1Setijð um 1 msk af rjómaosti á hvert kjúklingalæri. Vefið þau utanum rjómaostinn og svo parmaskinku yfir kjúklinginn. Setjið í ofnfast mót.

2Setjið smjör í pott og léttsteikið púrrulauk, hvitlauk og papriku. Látið matreiðslurjóma, timían, paprikukrydd, salt og pipar saman við og látið malla við vægan hita í um 5 mínútur.

3Hellið sósunni yfir kjúklinginn og stráið mozzarellaosti yfir (má sleppa).

4Eldið í 200°c heitum ofni í um 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Uppskrift frá Berglindi á GRGS.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.