Pulled chicken

  , ,   

janúar 9, 2019

Flestir elska “pulled pork” en hér er uppskrift af “pulled chicken” sem þið ættuð að elska jafn mikið ef ekki enn meira.

  • Fyrir: 4

Hráefni

600 g kjúklingabringur, frá Rose Poultry

4 dl vatn

1 msk kjúklingakraftur, t.d. frá OSCAR

3 tsk reykt paprika

1 tsk cumin (ath ekki kúmen)

1/2 tsk kóríanderkrydd

1/2 tsk cayennepipar

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hellið vatni í pott og hitið. Látið kjúklingakraftinn út í. Teningurinn er uppleystur og bætið þá hinum kryddunum saman við.

2Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum og setjið út í pottinn. Látið lok á pottinn og leyfið að malla í 25 mínútur.

3Takið kjúklinginn úr pottinum og rífið hann niður með tveimur göfflum.

4Berið fram í hamborgarabrauði, vefju, með salati eða því sem hugurinn girnist.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu

Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið.

Stökkur kjúklingaborgari

Stökkur kjúklingaborgari með hrásalati í hunangs- og sinnepssósu.

Nauta bruchetta

Súrdeigsbrauð með hvítlaukssósu og grilluðu nautakjöti.