Prince Polo marengs

  ,   

október 1, 2019

Besta marengs terta allra tíma með súkkulaði rjóma og Prince Polo.

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Eldun: 1 klst
  • 1 klst

    1 klst

    2 klst

Hráefni

Marengs:

4 eggjahvítur

2 dl sykur

1 dl púðursykur

4 stk Prince Polo súkkulaði

Fylling:

300 g Milka Alpine Milk súkkulaði

½ L þeyttur rjómi

2 stk Prince Polo, smátt skorið

1 poki Daim kúlur

Karamellusósa:

1 dl rjómi

1 poki Daim kúlur

Leiðbeiningar

Marengs:

1Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn.

2Skerið Prince Polo í litla bita og blandið varlega saman við. Skiptið deginu í tvennt og setjið á bökunarpappír á 2 ofnskúffur.

3Bakið við 150°C í 60 mínútur. Látið kólna vel.

Fylling:

1Bræðið súkkulaðið við vægan hita, kælið og bætið út í þeyttan rjómann

2Hrærið Prince Polo og Daim kúlur saman við.

3Setjið blönduna á milli botnana tveggja.

Karamellusósa:

1Bræðið saman í potti, látið kólna aðeins og hellið svo yfir kökuna.

2Skreytið með Prince Polo.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.