Prince Polo marengs

  ,   

október 1, 2019

Besta marengs terta allra tíma með súkkulaði rjóma og Prince Polo.

  • Undirbúningur: 1 klst
  • Eldun: 1 klst
  • 1 klst

    1 klst

    2 klst

Hráefni

Marengs:

4 eggjahvítur

2 dl sykur

1 dl púðursykur

4 stk Prince Polo súkkulaði

Fylling:

300 g Milka Alpine Milk súkkulaði

½ L þeyttur rjómi

2 stk Prince Polo, smátt skorið

1 poki Daim kúlur

Karamellusósa:

1 dl rjómi

1 poki Daim kúlur

Leiðbeiningar

Marengs:

1Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn.

2Skerið Prince Polo í litla bita og blandið varlega saman við. Skiptið deginu í tvennt og setjið á bökunarpappír á 2 ofnskúffur.

3Bakið við 150°C í 60 mínútur. Látið kólna vel.

Fylling:

1Bræðið súkkulaðið við vægan hita, kælið og bætið út í þeyttan rjómann

2Hrærið Prince Polo og Daim kúlur saman við.

3Setjið blönduna á milli botnana tveggja.

Karamellusósa:

1Bræðið saman í potti, látið kólna aðeins og hellið svo yfir kökuna.

2Skreytið með Prince Polo.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Epla & bláberja crumble með kókos súkkulaði

Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara.

Litlar Toblerone Pavlovur

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

Súkkulaði bollakökur

Sælkerabollakökur sem allir geta gert.