IMG_4624
IMG_4624

Pestó kjúklingabringur

  

apríl 22, 2016

Girnilegar pestó- og rjómaostahjúpaðar kjúklingabringur.

Hráefni

4 stk kjúklingabringur (Rose Poultry)

200 gr rjómaostur (Philadelphia)

170 gr sólþurrkað tómatpestó (1 krukka Sundried Tomato Pesto Filippo Berio)

1-2 stk sætar kartöflur

1 stk rauðlaukur

10-15 stk kirsuberjatómatar

2 msk ólífuolía (Filippo Berio)

Salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180 gráður.

2Afhýðið sætar kartöflur og rauðlauk, skerið sætu kartöflurnar smátt og rauðlaukinn í strimla.

3Hellið ólífuolíunni í eldfast mót ásamt grænmetinu og kryddið með salti og pipar.

4Hrærið rjómaost og pestó saman, smyrjið þykku lagi báðu megin á kjúklingabringurnar og leggið þær síðan ofan á grænmetið.

5Eldið við 180 gráður í 30 mín. með álpappír yfir, takið þá álpappírinn af og eldið í 15-20 mín. eða þar til kjúklingurinn fulleldaður (getur tekið skemmri tíma ef kjúklingabringurnar eru smáar).

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_436m7 (Medium)

Sweet chilli stir fry núðluréttur

Ekta matur sem er fullkomið að hafa í miðri viku.

Japanskt kjúllasalat

Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað!

Kjúlli hvítlauks

Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Meinholl og staðgóð máltíð þegar við nennum ekki að elda.