fbpx

OREO terta

Það er eitthvað við Oreo sem erfitt er að standast. Það er eins og það verði einhvern veginn allt gott sem það er sett í hvort sem það er mjólkurhristingur, súkkulaðimús, ostakaka eða hvað. Þessi kaka er blaut í sér og kremið guðdómlegt. Hægt er að baka og frysta botnana með fyrirvara og hræra krem og skreyta deginum áður, kakan geymist vel í kæli svona kremhjúpuð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botnar
 240 g hveiti
 350 g sykur
 90 g Cadburys bökunarkakó
 2 tsk. matarsódi
 1 tsk. salt
 250 ml súrmjólk
 150 ml matarolía
 4 egg
 250 ml heitt vatn
 1 tsk. vanilludropar
Krem
 18 x Oreo kexkökur
 250 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 900 g flórsykur
 4 msk. rjómi
 2 tsk. vanillusykur
Ganaché
 100 g saxað suðusúkkulaði
 60 ml rjómi
Skraut
 8 x Oreo kexkökur
 Oreo smjörkrem

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

2

Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við.

3

Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt).

4

Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi.

5

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 25-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

6

Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir og kælið þá.

Krem
7

Setjið Oreokex í matvinnsluvél/blandara og myljið niður í duft, geymið.

8

Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.

9

Bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður.

10

Setjið um 2/3 Oreo mylsnunnar í kremið og blandið vel (geymið restina til skrauts)

11

Smyrjið um 1 cm þykki lagi af kremi á milli botnanna og hjúpið með örþunnu lagi, kælið í um 15 mínútur.

12

Setjið nú seinna kremlagið á og það má vera um ½ - 1 cm á þykkt, sléttið úr eins og best verður á kosið.

13

Setjið Oreomylsnu neðst á kökuna með lófanum og þjappið laust að, hreinsið umfram mylsnu burt.

14

Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur og setjið því næst ganaché á toppinn (sjá uppskrift að neðan).

Ganaché
15

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

16

Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið þar til byrjar aðeins að þykkna og hellið óreglulega yfir toppinn í nokkrum skömmtum, ýtið örlitlu magni fram af brúninni með kökuspaða, kælið í um 15 mínútur áður en þið skreytið.

Skraut
17

Stingið Oreokexi létt ofan í súkkulaðitoppinn með jöfnu millibili allan hringinn.

18

Sprautið smjörkremstoppa, til dæmis með stút 2D frá Wilton og fyllið upp í bilið á milli kexanna. Geymið kökuna í kæli fram að notkun.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botnar
 240 g hveiti
 350 g sykur
 90 g Cadburys bökunarkakó
 2 tsk. matarsódi
 1 tsk. salt
 250 ml súrmjólk
 150 ml matarolía
 4 egg
 250 ml heitt vatn
 1 tsk. vanilludropar
Krem
 18 x Oreo kexkökur
 250 g smjör við stofuhita
 150 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 900 g flórsykur
 4 msk. rjómi
 2 tsk. vanillusykur
Ganaché
 100 g saxað suðusúkkulaði
 60 ml rjómi
Skraut
 8 x Oreo kexkökur
 Oreo smjörkrem

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

2

Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við.

3

Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt).

4

Takið til 4 x 15 cm smelluform, setjið bökunarpappír í botninn og spreyið vel með matarolíuspreyi.

5

Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í um 25-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

6

Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir og kælið þá.

Krem
7

Setjið Oreokex í matvinnsluvél/blandara og myljið niður í duft, geymið.

8

Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli.

9

Bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður.

10

Setjið um 2/3 Oreo mylsnunnar í kremið og blandið vel (geymið restina til skrauts)

11

Smyrjið um 1 cm þykki lagi af kremi á milli botnanna og hjúpið með örþunnu lagi, kælið í um 15 mínútur.

12

Setjið nú seinna kremlagið á og það má vera um ½ - 1 cm á þykkt, sléttið úr eins og best verður á kosið.

13

Setjið Oreomylsnu neðst á kökuna með lófanum og þjappið laust að, hreinsið umfram mylsnu burt.

14

Kælið kökuna aftur í um 15 mínútur og setjið því næst ganaché á toppinn (sjá uppskrift að neðan).

Ganaché
15

Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið.

16

Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið þar til byrjar aðeins að þykkna og hellið óreglulega yfir toppinn í nokkrum skömmtum, ýtið örlitlu magni fram af brúninni með kökuspaða, kælið í um 15 mínútur áður en þið skreytið.

Skraut
17

Stingið Oreokexi létt ofan í súkkulaðitoppinn með jöfnu millibili allan hringinn.

18

Sprautið smjörkremstoppa, til dæmis með stút 2D frá Wilton og fyllið upp í bilið á milli kexanna. Geymið kökuna í kæli fram að notkun.

OREO terta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…