OREO rjómaostakúlur

    

febrúar 19, 2021

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Hráefni

1 pakki (16 kexkökur) OREO

200 g Philadelphia rjómaostur

200 g Milka súkkulaði

Leiðbeiningar

1Setjið OREO kexkökur í matvinnsluvél og setjið í skál, einnig hægt að hella OREO Crumbs í skál.

2Setjið rjómaostinn (við stofuhita) ofan í skálina og blandið saman við OREO kexið.

3Hnoðið blöndunni saman í litlar kúlur og setjið á smjörpappír eða plötu.

4Setjið kúlurnar í frysti í 30 mínútur.

5Á meðan hitið þið Milka súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og látið kólna þar til það verður volgt.

6Þegar kúlurnar hafa harðnað dýfið kúlunum í volgt súkkulaðið og hjúpið vel. Hægt að velta með skeið þannig að súkkulaðið hylji þær alveg.

7Leggjið á smjörpappír og setjið inn í kæli þar til súkkulaðið hefur harðnað.

8Hægt að neyta strax þegar súkkulaðið hefur harðnað eða geymt í nokkra daga í kæli, einnig má frysta og eiga í frysti.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Oreo marengsbomba

Geggjuð marengsbomba með Oreo crumbs, Daim og nóg af ferskum berjum. Oreo crumbs er algjör snilld í bakstur og gerir marengsinn extra gómsætan.

Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Ostakaka með rabbabarasósu, hafrakexi & hvítu toblerone

Rababarinn er eitt merki þess að haustið nálgast og mikil nostalgía fólgin í því að týna rababara og gæða sér á honum, jafnvel með smá sykri. Svo er hann dásamlegur í sultugerð, kökur og eftirrétti eins og þennan sem er ofureinfaldur í gerð og bragðast ó-svo-vel!