OREO kleinuhringir

  ,   

apríl 8, 2020

OREO kleinuhringir með rjómaostakremi sem klikkar ekki!

Hráefni

200 g hveiti

80 g Cadbury kakó

120 g púðursykur

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 egg

150 ml mjólk

120 ml Filippo Berio ólífuolía

2 tsk vanilludropar

1 bolli Oreo kremkex, mulið

PAM sprey

RJÓMAOSTAKREM:

2 eggjahvítur

200 g flórsykur

200 g Philadelphia Original rjómaostur

2 tsk vanilludropar

Oreo kremkex, mulið

Leiðbeiningar

1Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman.

2Spreyið kleinuhringjabökunarform með PAM spreyi og setjið deigið í formin.

3Bakið við 180°C í 5-7 mínútur á blæstri.

RJÓMAOSTAKREM:

1Þeytið saman eggjahvítur og flórsykur, bætið svo vanilludropum og rjómaosti út í.

2Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og stráið muldu Oreo kremkexi yfir.

Ný og spennandi vara frá OREO sem er tilvalið í bakstur og eftirrétti, https://verslun.innnes.is/kex-hnetur-snarl/kex/oreo-crumbs-med-kremi-12x400gr/

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Ríkt bragð af Toblerone súkkulaði með Oreo Crumbs í kökunni og Oreo kexi í botninum, toppað með rjóma! Held ég þurfi ekki að reyna að selja þetta neitt mikið frekar…..

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Dumle karamellubitar

Mjúkir bakaðir karamellubitar.