OREO kleinuhringir

  ,   

apríl 8, 2020

OREO kleinuhringir með rjómaostakremi sem klikkar ekki!

Hráefni

200 g hveiti

80 g Cadbury kakó

120 g púðursykur

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

2 egg

150 ml mjólk

120 ml Filippo Berio ólífuolía

2 tsk vanilludropar

1 bolli Oreo kremkex, mulið

PAM sprey

RJÓMAOSTAKREM:

2 eggjahvítur

200 g flórsykur

200 g Philadelphia Original rjómaostur

2 tsk vanilludropar

Oreo kremkex, mulið

Leiðbeiningar

1Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman.

2Spreyið kleinuhringjabökunarform með PAM spreyi og setjið deigið í formin.

3Bakið við 180°C í 5-7 mínútur á blæstri.

RJÓMAOSTAKREM:

1Þeytið saman eggjahvítur og flórsykur, bætið svo vanilludropum og rjómaosti út í.

2Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og stráið muldu Oreo kremkexi yfir.

Ný og spennandi vara frá OREO sem er tilvalið í bakstur og eftirrétti, https://verslun.innnes.is/kex-hnetur-snarl/kex/oreo-crumbs-med-kremi-12x400gr/

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dumle Karamellubitar

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.