Print Options:
OREO kleinuhringir

Magn1 skammtur

OREO kleinuhringir með rjómaostakremi sem klikkar ekki!

 200 g hveiti
 80 g Cadbury kakó
 120 g púðursykur
 1 tsk matarsódi
 1 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 2 egg
 150 ml mjólk
 120 ml Filippo Berio ólífuolía
 2 tsk vanilludropar
 1 bolli Oreo kremkex, mulið
 PAM sprey
RJÓMAOSTAKREM:
 2 eggjahvítur
 200 g flórsykur
 200 g Philadelphia Original rjómaostur
 2 tsk vanilludropar
 Oreo kremkex, mulið
1

Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman.

2

Spreyið kleinuhringjabökunarform með PAM spreyi og setjið deigið í formin.

3

Bakið við 180°C í 5-7 mínútur á blæstri.

RJÓMAOSTAKREM:
4

Þeytið saman eggjahvítur og flórsykur, bætið svo vanilludropum og rjómaosti út í.

5

Dýfið kleinuhringjunum ofan í kremið og stráið muldu Oreo kremkexi yfir.