fbpx

MöndluMæjó

Þessa dagana hef ég mikið verið að borða salöt. Lykillinn að góðu salati er góð dressing, ég hef því mikið verið að prófa allskonar dressingar til að gera salötin skemmtileg og fjölbreytt. Ágæt þumalputtaregla í dressingu er að hafa fitugjafa og eitthvað súrt, sætt og salt…. og svo má hugamyndaflugið hlaupa af stað. Fitugjafinn þarf ekki endilega að vera olía heldur er hægt að leika sér með hnetur, möndlur, fræ eða lárperu. Ég var oft að gera allskonar sósur úr kasjúhnetum en þar sem möndlur eru basískari hafa þær aðeins verið að heilla mig meira en hnetur þessa dagana.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 dl lífrænar möndlur frá Rapunzel
 ½ tsk jurtasalt
 4 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 ¼ dl olífuolía
 1 stk safi úr lífrænni sítrónu

Leiðbeiningar

1

Kvöldið áður* (hægt að sleppa) eru möndlurnar lagðar í bleyti yfir nótt (eða í 12 tíma). Síðan eru möndlurnar afhýddar. Með því að leggja möndlurnar í bleyti “vakna” þær og næringarupptakan eykst.

Hægt er að sleppa þessu skrefi og nota möndlurnar eins og þær koma úr pokanum.

2

Öllum hráefnunum er svo komið fyrir í blandara og blandað vel og svo er olíunni bætt útí rólega. Sósan verður í þykkara lagi en ef þú kýst að hafa hana þynnri bætiru bara meiri vökva útí.

Mér finnst æðislega gott að bera möndlumæjóið fram með stökku salati eins og romain salati eða íssalati, það verður svolítill “sesar salat” fílingur í því. Hér fyrir neðan var ég með tómata, spíraliseraða gúrku og rauðrófu, avocado og blaðlauksspírur ásamt fersku hrásalati.

Það er svo auðvitað hægt að leika sér með þetta möndlumæjó og nota það sem grunn og bæta við t.d. hvítlauk eða næringargeri, jafnvel bæði eða bæta við ferskum kryddjurtum.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerð

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 dl lífrænar möndlur frá Rapunzel
 ½ tsk jurtasalt
 4 stk ferskar steinhreinsaðar döðlur
 ¼ dl olífuolía
 1 stk safi úr lífrænni sítrónu

Leiðbeiningar

1

Kvöldið áður* (hægt að sleppa) eru möndlurnar lagðar í bleyti yfir nótt (eða í 12 tíma). Síðan eru möndlurnar afhýddar. Með því að leggja möndlurnar í bleyti “vakna” þær og næringarupptakan eykst.

Hægt er að sleppa þessu skrefi og nota möndlurnar eins og þær koma úr pokanum.

2

Öllum hráefnunum er svo komið fyrir í blandara og blandað vel og svo er olíunni bætt útí rólega. Sósan verður í þykkara lagi en ef þú kýst að hafa hana þynnri bætiru bara meiri vökva útí.

Mér finnst æðislega gott að bera möndlumæjóið fram með stökku salati eins og romain salati eða íssalati, það verður svolítill “sesar salat” fílingur í því. Hér fyrir neðan var ég með tómata, spíraliseraða gúrku og rauðrófu, avocado og blaðlauksspírur ásamt fersku hrásalati.

Það er svo auðvitað hægt að leika sér með þetta möndlumæjó og nota það sem grunn og bæta við t.d. hvítlauk eða næringargeri, jafnvel bæði eða bæta við ferskum kryddjurtum.

Verði ykkur að góðu.

MöndluMæjó

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…
MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.